Opið hús eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Þar er spjallað, spilað prjónað og einnig er hægt að skoða nýjustu tímaritin. Einu sinni í mánuði er boðið upp á ýmiskonar fróðleik. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir, djákni, hefur umsjón með opnu húsi.
Kóræfingar kórs eldri borgara á Álftanes, fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1, kl. 16:00-17.00 á mánudagsmorgnum.
Garðálfarnir, kór eldri borgara á Álftanesi var stofnaður haustið 2016. Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum.