Starf eldri borgara

Opið hús eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Þar er spjallað, spilað prjónað og einnig er hægt að skoða nýjustu tímaritin. Einu sinni í mánuði er boðið upp á ýmiskonar fróðleik. Margrét Gunnarsdóttir, djákni,  hefur umsjón með opnu húsi.

Kór eldri borgara á Álftanesi fer nú af stað í fyrsta skipti. Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur undir og leiðir sönginn og kennir einnig einfaldar raddanir. Söngstundirnar fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 kl. 10 á mánudagsmorgnum og fyrsta stundin verður mánudaginn 19. september.