Kórastarf

Álftaneskórinn er blandaður kór sem hefur starfað síðan árið 1981.
Kórinn æfir og flytur bæði veraldlega og kirkjulega tónlist og leiðir söng við guðþjónustur í Bessastaðakirkju.
Æfingar Álftaneskórsins eru á mánudögum kl. 17.30-19.00 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Stjórnandi er Ástvaldur Traustason.

Garðálfarnir, kór eldri borgara á Álftanesi var stofnaður haustið 2016. Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum.

Ástvaldur Traustason organisti leikur undir og leiðir sönginn og kennir einnig einfaldar raddanir. Söngstundirnar fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 kl. 16:00 á mánudögum.

Ef þú hefur áhuga á kórastarfinu á Álftanesi –  hafðu þá samband við Ástvald Traustason í síma 896-9828.