Kórastarf

Álftaneskórinn er blandaður kór sem hefur starfað síðan árið 1981.
Kórinn æfir og flytur bæði veraldlega og kirkjulega tónlist og leiðir söng við guðþjónustur í Bessastaðakirkju.
Æfingar Álftaneskórsins eru á mánudagskvöldum kl. 19.30-21.30 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.

Kór eldri borgara á Álftanesi var stofnaður haustið 2016. Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur undir og leiðir sönginn og kennir einnig einfaldar raddanir. Söngstundirnar fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 kl. 10.20 á mánudagsmorgnum.

Ef þú hefur áhuga á kórastarfinu á Álftanesi –  hafðu þá samband við Bjart Loga Guðnason organista í síma 699 8871.