Kórastarf

Álftaneskórinn er blandaður kór sem hefur starfað síðan árið 1981.
Kórinn æfir og flytur bæði veraldlega og kirkjulega tónlist og leiðir söng við guðþjónustur í Bessastaðakirkju.
Æfingar Álftaneskórsins eru á mánudagskvöldum kl. 19.30-21.30 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.

Ungmennakór á Álftanesi er að fara af stað nú í vetur (2016). Æfingar verða á fimmtudögum kl. 17 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.  Nánar auglýst síðar.

Kór eldri borgara á Álftanesi fer nú af stað í fyrsta skipti (2016). Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum. Bjartur Logi Guðnason organisti leikur undir og leiðir sönginn og kennir einnig einfaldar raddanir. Söngstundirnar fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 kl. 10 á mánudagsmorgnum og fyrsta stundin verður mánudaginn 19. september.

Ef þú hefur áhuga á kórastarfinu á Álftanesi –  hafðu þá samband við Bjart Loga Guðnason organista í síma 699 8871.