Fermingar vorið 2022

Sunnudaginn 9. maí n.k. hefjast fermingarstörfin veturinn 2021-2022 formlega í Bessastaðasókn. 
Þá bjóðum við væntanleg fermingarbörn vorsins 2022 og foreldrum/forráðamönnum þeirra til stuttrar helgistundar og fundar að henni lokinni en helgistundinni og fundinum verður streymt á fasbókarsíðu Bessastaðakirkju kl 17.00. Þar verðið þið boðin sérstaklega velkomin inn í þessa fallegu samleið sem fermingarveturinn er í lífi fjölskyldunnar. Á fundinum verður farið yfir skráningar á fermingardagana og farið yfir tilhögun fræðslunnar.

Dagsetningar ferminga vorið 2022 eru:

  • 2. apríl 2022 kl. 10:30, 13:00 og 15:00 
  • 3. apríl 2022 kl 13.00

Skráning hefst 10.maí kl 9.00. Vinsamlega smellið hér fyrir skráningu.

Dæmi um ritningarvers sem fermingarbörn geta valið sér