Tólf sporin – andlegt ferðalag
Í safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi höfum við Tólf spora starf fyrir allt prestakallið, þ.e. bæði fyrir Vídalínskirkju- og Bessastaðakirkjusöfnuði, það er vikulega á miðvikudögum kl.20.00-22.00.
Þetta er mannræktarstarf þar sem unnið er eftir Vinnubókinni Tólf sporin – andlegt ferðalag. Það byrjar með opnum fundum um mánaðarmótin sept/okt og stendur fram í maí. Eftir fyrstu 3-4 fundina þar sem fólk getur komið og kynnt sér starfið – þá er hópunum lokað og engum bætt við. Þetta er til að myndast geti traust og trúnaður og reiknað er með að þátttakendur skuldbindi sig til að vera með í starfinu allan veturinn og mæta eins vel og unnt er. Vinir í bata sem er reynt sporafólk sitja í hópunum til stuðnings alla fundina. Við auglýsum alltaf á haustin.
Lífið færir okkur ýmis verkefni sem okkur gengur misjafnlega að vinna úr hjálparlaust. Ótal margir hafa þá reynslu af Tólf sporunum að þau eru gagnlegt verkfæri til að læra að takast á við verkefni lífsins og ekki skemmir að hafa stuðning af hópi Vina í bata. Sjá líka: www.viniribata.is